Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði

Miðvikudagurinn 1. Maí

Nú er vor í lofti og höfum við ákveðið að loka Skíðasvæðinu í Oddsskarði.

Skíðaveturinn er búinn að vera góður þó svo að Páskarnir hafi ekki gegnið upp hjá okkur í ár.

Hægt að segja að núverandi tímabil hafi farið framúr öllum væntingum hjá okkur þar sem við gátum verið með opið í 95 daga, hægt var að hafa opið annað hvort laugardag eða sunnudag allar helgar fram að páskum en það er lengsta lokun daga í röð eða samtals 6 dagar og 107 þúsund ferðir fóru um lyfturnar okkar með næstum 10 þúsund gesti.

Við viljum þakka öllum kærlega fyrir komuna til okkar í vetur!

 

Kær kveðja

Starfsfólk skíðamiðstöðvarinnar Oddsskarðs