Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    360° Sýndarferðalag um Fjarðabyggð
    Hér getur þú farið í sýndarferðalag um Fjarðabyggð með 360° útsýni yfir alla bæi sveitarfélagsins.

    Samfélög

    Breiðdalsvík
    Breiðdalsvík er lítið og tiltölulega ungt fiskiþorp sem leynir á sér. Þaðan sem þorpið stendur við ströndina er fagurt útsýni yfir svartar strendur og til sjávar. Bátsferðir eru vinsælar frá gömlu höfninni.
    Eskifjörður
    Eskifjörður er eins og sýnishorn af Austurlandi, en það má segja að í firðinum sé allt dregið saman sem er heillandi við landshlutann í heild. Samspil sögu og náttúru er töfrandi, en á Eskifirði kemstu í kynni við tignarleg fjöll, náttúruverndarsvæði, svartar strendur, söguna eins og tíminn hafi staðið í stað, og áhugaverða jarðfræði.
    Fáskrúðsfjörður
    Fáskrúðsfjörður kemur mörgum á óvart með framandi yfirbragði en fjörðurinn býr yfir sterkum sögulegum tengslum við Frakkland sem enn í dag eru áberandi í bænum. Til dæmis bera allar götur í bæjarins bæði íslenskt og franskt nafn.
    Mjóifjörður
    Í landi sem er þekkt fyrir ósnortna staði sem eru úr alfaraleið, má samt færa rök fyrir því að Mjóifjörður sé sá afskekktasti. Mjóifjörður er 18 kílómetra langur og, eins og nafnið gefur til kynna, mjór. Þorpið í Mjóafirði heitir Brekka og þar eru um 14 manns með fasta búsetu, einstaklingar sem virkilega njóta fámennisins og náttúrunnar. Leiðin til Mjóafjarðar er stórfengleg en hún er aðeins opin í um fjóra mánuði á ári (fer eftir veðri og færð). Annars er einungis hægt að komast til Mjóafjarðar með áætlunarbát frá Norðfirði.
    Norðfjörður
    Neskaupstaður er sá þéttbýliskjarni sem stendur austast á Íslandi. Bærinn stendur á myndrænum stað við rætur himinhárra, fagurra fjalla. Fjörðurinn og fjöllin sem umlykja hann bjóða óteljandi möguleika til afþreyingar, til dæmis fjölbreyttar gönguleiðir og hestaferðir.
    Reyðarfjörður
    Hinn 30 kílómetra langi Reyðarfjörður er lengstur og breiðastur Austfjarðanna. Norðmenn starfræktu um tíma hvalveiðistöðvar í firðinum og fiskveiðar eru stór hluti af sögu staðarins. í dag er álver Alcoa Fjarðaáls einn stærsti atvinnurekandinn á svæðinu, sem gerir Reyðarfjörð að helsta iðnaðarsvæðinu á Austurlandi. Iðnaður á svæðinu kemur ekki niður á náttúrufegurð þess en Reyðarfjörður vakti mikla athygli þegar breska sjónvarpsþáttaröðin Fortitude var að hluta tekin upp í bænum.
    Stöðvarfjörður
    Stöðvarfjörður er eina þorpið á Austfjörðum sem Hringvegurinn liggur í gegnum og þar er margt áhugavert að skoða. Heimamenn stunda fiskveiðar, ferðaþjónustu og listi en mikill sköpunarkraftur kraumar í Stöðvarfirði sem líklegast er innblásinn, allavegana að hluta til, af stórbrotinni náttúru svæðisins.

    Áhugaverðir staðir

    Klifbrekkufossar
    Mjóeyri
    Flögufoss
    Búðarárgil og Búðarárfoss
    Gerpir
    Saxa

    Upplifun og afþreying

    Sundlaugar
    Golfvellir
    Afþreying
    Gönguleiðir
    Söfn og sýningar
    Skipulagðar ferðir

    Upplýsingamiðstöðvar

    Sögu- og menningarstaðir

    Völvuleiði
    Kolfreyjustaður
    Heydalir (Eydalir )
    Breiðdalseldstöð
    Franski grafreiturinn
    Dalatangaviti

    Veitinga- og Gististaðir

    Hótel
    Gistiheimili og sumarhús
    Veitingastaðir og kaffihús
    Tjaldsvæði

    Gagnlegar upplýsingar