Horft út Mjóafjörð

Asknes

Stærsta hvalveiðistöð þess tíma

Að Asknesi er hægt að sjá leifar af gamalli hvalstöð, sem reist var af Norðmönnum um aldamótin 1900 og var hún sú stærsta í heiminum á þeim tíma. Þegar umsvif stöðvarinnar voru í hámarki unnu þar um 200 manns en í dag búa aðeins um 25 manns í Mjóafirði öllum.

Asknes er í sunnanverðum Mjóafirði og er gengið þangað meðfram ströndinni frá þjóðveginum í fjarðarbotninum.